Hvað ertu lengi að ná þér eftir brjóstalyftingu?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deamedica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deamedica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deamedica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð út í brjóstalyftingu: 

Þegar maður fer í brjóstalyftingu og fær púða undir vöðva. Hvenær má fara í vinnu og gera allt. Til dæmis að lyfta þungum hlutum og raða hlutum uppí hillur?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þegar púði er settur bak við vöðva (algengara en fyrir framan vöðvann) eru allar hreyfingar í brjóstvöðvanum sárar. Bara til dæmis að lyfta glasi er sárt. Mikilvægt er að hlusta á líkamann og vera ekki að gera mjög sárar hreyfingar. Það getur flýtt fyrir batanum að nota teygjuband ofan á brjóstunum, það hjálpar vöðvanum að slaka á ef þrýstingurinn er mikill. Hvenær hægt er að fara aftur í vinnu fer allt eftir því hver vinnan er. Það er yfirleitt hægt að sitja fundi fyrstu dagana eftir aðgerð. Það er mín reynsla að konur geti snúið til flestrar vinnu eftir 2 vikur. Að lyfta þungu og raða hlutum upp í hillu er yfirleitt í lagi eftir 6 vikur. Þetta er auðvitað persónubundið, bæði upplifir fólk sársauka á misjafnan hátt og hann fer líka eftir stærð púðanna.

Gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Þórdís Kjartansdóttir.
Þórdís Kjartansdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál