Gagnrýnd fyrir skinhoraðar fyrirsætur

Mörgum þótti Beckham notast við heldur til horaðar fyrirsætur á …
Mörgum þótti Beckham notast við heldur til horaðar fyrirsætur á sýningu sinni. AFP

Victoria Beckham tók þátt í tískuvikunni í New York á dögunum, þar sem hún sýndi nýju vor- og sumarlínuna sína.

Sýningin var ákaflega umtöluð, en Beckham hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða örmjóar fyrirsætur til að sýna fatnað sinn.

Sarah Vine, greinarhöfundur Daily Mail, skýtur föstum skotum á Beckham og segir að fyrirsætur hennar hafi verið skinhoraðar, auk þess sem fatnaðurinn virðist einnig hafa verið hannaður með það í huga að sýna hversu grannar fyrirsæturnar eru.

„Mittismál táningsstúlknanna á sýningunni, svo sem hinna 180 cm löngu Jessie Bloemendaal og Camille Hurel, er í kringum 60 cm sem er álíka mikið og hjá átta ára stúlkubarni.“

„Flestir kjólarnir voru hannaðir með það í huga að draga athygli að rifbeinum, magasvæðinu eða örmjóum handleggjum fyrirsætanna,“ segir Vine í pistli sínum sem birtist á Daily Mail. Þá vill hún einnig meina að förðun fyrirsætanna hafi vísvitandi verið hagað þannig að þær litu út fyrir að vera óheilbrigðar, óhamingjusamar og sveltar.

„Hárlos og dökkir baugar eru ein fyrstu merki lystarstols, en mér virtist sem förðunin hafi vísvitandi líkt eftir þessu ástandi.“

Einn af kjólunum úr smiðju Beckham.
Einn af kjólunum úr smiðju Beckham. AFP
Förðunin var sögð líkja eftir afleiðingum lystarstols.
Förðunin var sögð líkja eftir afleiðingum lystarstols. AFP
Gjarnan sást skína í rifbein, magasvæði og bera handleggi fyrirsætanna.
Gjarnan sást skína í rifbein, magasvæði og bera handleggi fyrirsætanna. AFP
Mörgum þóttu fyrirsæturnar í magrara lagi.
Mörgum þóttu fyrirsæturnar í magrara lagi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál