Er hægt að minnka silikonbrjóst?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í brjóstapúða og hvort hægt sé að minnka brjóstin aftur því viðkomandi finnst brjóstin of stór í dag. 

Góðan dag,

ég er með silikonpúða í brjóstum og er búin að eignast tvö börn eftir að púðarnir voru settir í. Nú finnst mér brjóstin á mér orðin of stór og vil láta taka púðana en veit að þá er húðin of stór og brjóstin yrðu tómir pokar.

Spurningin er þá þessi:  Þyrfti ég að fara í venjulega brjóstaminnkun þar sem geirvörturnar eru teknar eða er hægt að minnka brjóstin á annan hátt?

Með fyrirframþökk,

brjóstamamman

Sæl og takk fyrir spurninguna,

það sem þú ert að lýsa er alveg algeng kvörtun og er ein af ástæðunum fyrir því að ég læt allar ungar konur sem fara í brjóstastækkun fyrir barneignir vita um. Ég reyni að hvetja þær til þess að fá sér ekki of stóra púða fyrst til þess að eiga möguleika á að setja stærri púða eftir barneignir og fylla þá upp í „lausu húðina“ sem þú ert að lýsa. Vissulega er þetta mjög misjafnt á milli kvenna, fer eftir því hvað þú mjólkar mikið, hvað brjóstin stækka mikið við brjóstagjöf og hvað húðin fylgir vel eftir þegar brjóstagjöf lýkur. Þú getur alltaf látið fjarlægja púðana og séð til! Ef þú ætlar hugsanlega að eignast fleiri börn þá getur þú byrjað á því. Annars þarf líklega að lyfta þeim með eða án púða, fer allt eftir því hvað þú vilt hafa stór brjóst og hvað þú ert með stóra púða núna. Það er algengur misskilningur að geirvörturnar séu teknar af og saumaðar á aftur. Örin eru vissulega umhverfis vörtubaug, en ysta lag húðarinnar er einungis fjarlægt og geirvartan/vörtubaugurinn eru færð ofar. Þegar brjóstum er lyft þarf yfirleitt „öfugt akkeris-ör“ en stundum dugar „hringlaga ör“ umhverfis vörtubaug. Nauðsynlegt að meta hverja konu fyrir sig með skoðun á stofu.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál