4.-5. hver kona velur varanlega förðun

Hér er búið að lita í kringum augun með örlitameðferð.
Hér er búið að lita í kringum augun með örlitameðferð.

Microblade er aðferð við gerð varanlegrar förðunar á augabrúnum. Með sérstöku áhaldi eru búnar til fínar línur í húð sem líkja eftir hárum. Þannig er hægt að gera fyllri og þéttari brúnir á mjög náttúrulegan hátt. Undína Sigmundsdóttir rekur fyrirtækið Zirkonia ehf sem sérhæfir sig í microblade sem og hefðbundinni örlitameðferð. Marta María | martamaria@mbl.is

Þegar ég spyr Undínu fyrir hverja microblade sé segir hún að þetta henti fyrir alla sem vilji móta og fá meiri fyllingu og þéttleika í augabrúnir.

„Einnig er hægt að breyta lögun þeirra og móta eftir andlitsfalli hvers og eins. Þessi tækni og aðferð er einnig frábær fyrir einstaklinga sem glíma við hárlos og þá sem eru í lyfjameðferð vegna krabbameins. Fallega mótaðar augabrúnir undirstrika fallegt andlit og er ótrúlegt hvað þær skipta í raun miklu máli,“ segir hún. Spurð hvort meðferðin sé sársaukafull segir hún að það fari eftir hverjum og einum og bendir á að fólk finni mismikið fyrir sársauka.

Undína segir að 4.-5. hver kona velji varanlega förðun til að bæta ásýnd augabrúnanna.

„Það er ekkert skrýtið, þar sem það munar um það að vakna á hverjum morgni með fullkomnar augabrúnir. Ef verkið er vel unnið er hreinlega ekki hægt að sjá muninn á þínum hárum og þeim sem búin eru til með þessari tækni,“ segir hún.

Þessi mynd var tekin áður en microblade var sett í …
Þessi mynd var tekin áður en microblade var sett í augabrúnirnar.

Microblade er bara notað í augabrúnir en örlitameðferð á aðra staði. Hvernig þá?

„Með hefðbundinni örlitameðferð er hægt að framkvæma fallegar línur í kringum augu, setja skugga eða jafnvel svokallaða vængi á enda augnlínunnar. Varalínur eru einnig alltaf að verða vinsælli með skyggingu og/eða heillitun vara. Náttúrulegur varalitur dofnar með árunum og veldur því að varalínan og varirnar okkar verða samlit húðinni og því er heillitun með örlitameðferð kjörin leið til þess að draga aftur fram lit sem líkist þínum eigin,“ segir hún.

Er engin hætta á að konur fái leið eða dofnar liturinn með tímanum?

„Með örlitameðferð ætti útkoman alltaf að vera sem náttúrulegust og er hugsuð til þess að draga fram, skerpa og fá svipmeira útlit og því er lítil hætta á að fá leið á útkomunni. Liturinn dofnar með tímanum og til að halda honum við er nauðsynlegt að koma á eins til tveggja ára fresti, allt eftir hverjum og einum, til þess að fríska litinn upp.“

Hér er búið að setja microblade í augabrúnir og nota …
Hér er búið að setja microblade í augabrúnir og nota örlitameðferð í kringum augun.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál