Létt fermingarförðun

„Less is more“ er hugtak sem á vel við þegar kemur að fermingarförðun. Þetta segir Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir förðunarmeistari sem farðaði Selmu Lind Árnadóttur með sérstakri fermingarförðun.

„Ég er ekki að mæla með að stelpur séu að farða sig mikið fyrir fermingardaginn, en það er auðvelt að setja smá á sig án þess að hafa það of áberandi. Sérstaklega ef það eru vandamál í húðinni eða til að jafna húðlitinn og ná fram náttúrulegum ljóma,“ segir Arna.

Hún segist alls ekki mæla með því að nota of mikinn farða, skyggingar og highlight heldur leyfa húðinni að njóta sín.

Hún segir jafnframt mikilvægt að hugsa vel um húðina fyrir fermingu.

„Það sem gott er að hafa í huga fyrir fermingardaginn er að hreinsa húðina vel, helst kvölds og morgna. Ég hef mælt með hreinsi frá Clinique – 3 step 1.0 Extra Gental sem er alcahol free, hann er ekki of sterkur en hreinsar vel og flestir ættu að geta notað hann. Gula kremið frá Clinique er í þessum 3-step pakka og er það milt og gott rakakrem fyrir unga húð. Ef það eru mikil húðvandamál þá er gott að nota Charcoal-maskann frá Origins sem er mildur hreinsi maski,“ segir hún.

Arna bendir á að ef fermingarstúlkur vilji fá örlítinn lit á húðina (ekki of mikinn samt) sé sniðugt að nota Instant Tan Light/Medium frá St.tropez sem borinn er á með hanska. „Instant Tan frá St.Tropez er mjög þægilegt, þú getur borið það á þig sama dag og síðan fer þetta af þegar farið er í sturtu,“ segir hún.

Þegar búið er að undirbúa húðina vel er gott að úða Photo Finish Primer Water yfir andlitið áður en það er farðað. „Það gefur góðan raka og vekur andlitið. Síðan setti ég BB Water á hana sem er mjög léttur farði til þessa að jafna húðlitinn, þessi farði er bæði léttur og olíulaus og hentar því vel fyrir þennan aldur. Það er hægt að byggja hann upp í miðlungs þekju ef þess þarf. Næst setti ég Lid Primer á augnlokið sem jafnar húðlitinn og mattar. Ég vildi hafa augun ljós og setti því Photo Op Eye Shadow í litnum Vanilla og aðeins dekkri hjá augnháralínunni í litnum Hang.“

Hún notaði Indecent maskarann frá Smashbox og passaði að setja ekki mikið.

„Á varirnar setti ég L.A Lights Blendable Lip & Cheek Color Stick í litnum Silver Lake Sunset.

Ég endaði á að setja smá kinnalit á hana í litnum Rich Coral í Blush and Highlight palettuni, fyrir aukinn frískleika.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál