Eyrnalokkarnir kostuðu 1,3 milljónir

Katrín hefur ákaflega fágaðan smekk.
Katrín hefur ákaflega fágaðan smekk. AFP

Katrín, hertogaynja af Cambridge, er jafnan óaðfinnanleg til fara. Hún hefur oft vakið eftirtekt fyrir að nýta fötin sín vel og klæðast fatnaði sem ekki kostar annan handlegginn. Skartið hennar er þó jafnan í dýrari kantinum.

Á dögunum skellti Katrín sér í gala-kvöldverð og klæddi sig að sjálfsögðu upp í tilefni þess. Fyrir valinu varð grænn blúndukjóll úr smiðju Temperley London.

Við kjólinn bar hún forláta eyrnalokka frá hönnuðinum Kiki McDonough, sem samkvæmt frétt Telegraph kosta 8.900 sterlingspund eða tæplega 1,3 milljónir íslenskra króna.

Hér sjást eyrnalokkarnir betur.
Hér sjást eyrnalokkarnir betur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál