Gínur eru óhugnanlega grannar

Gínur gefa ekki rétta mynd af heilbrigðu holdafari.
Gínur gefa ekki rétta mynd af heilbrigðu holdafari. mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt nýrri rannsókn sem The Telepgraph greinir frá eru kvenkyns gínur allt of léttar og setja þær þrýsting á konur. En margar konur bera sig ósjálfrátt saman við gínur þegar þær máta föt, hins vegar er ekki raunhæft að vera svona óeðlilega mjór eins og gínurnar eru. 

Hópur vísindamanna við Liverpool University komst að því að allar þær kvenkyns gínur sem skoðaðar voru í rannsókninni voru of léttar á móti átta prósentum karlkyns gína.

Rannsóknin leiddi það í ljós að gínurnar sem voru notaðar til þess að auglýsa kventísku voru óraunverulegar og myndu læknar telja þær óheilbrigðar ef þær væru manneskjur. Dr. Eric Robinson sem leiddi rannsóknina sagði gínurnar vera óhugnanlega mjóar og það væri mikilvægt að breyta þessu vegna þess hvaða hugmyndir ungt fólk hefur um líkamsímynd.

Rannsóknin kemur fram bara nokkrum vikum eftir að Topshop komst í blöðin fyrir að nota horaðar gínur í búðum sínum. Notendum á samfélagsmiðlum var svo brugðið að þeir kölluðu gínurnar fórnarlömb hungursneyðar.

Topshop var gagnrýnt nýverið fyrir að stilla út horuðum gínum.
Topshop var gagnrýnt nýverið fyrir að stilla út horuðum gínum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál