Keypti kjólinn í Feneyjum

Róbert Óliver Gíslason og Edda Björgvinsdóttir.
Róbert Óliver Gíslason og Edda Björgvinsdóttir. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Edda Björgvinsdóttir leikkona sem á stjörnuleik í kvikmyndinni Undir trénu sem frumsýnd var hérlendis í gærkvöldi klæddist glæsilegum slæðukjól í Háskólabíói. Þegar ég hafði samband við Eddu og spurði hana út í kjólinn sagði hún að kjóllinn hefði að sjálfsögðu verið keyptur í Feneyjum þar sem hún var stödd á dögunum þar sem kvikmyndin Undir trénu fékk mikið lof.

„Kjóllinn var keyptur í svaka flottri búð á Markúsartorginu í Feneyjum. Ég er búin að steingleyma nafninu en ég var ekki fyrr komin í dýrlega slæðukjólinn í glampandi sól en það skullu á þrumur og eldingar og brjáluð rigning. Ég varð því gegnblaut á einni mínútu,“ segir hún og hlær.

Sigurður Sigurjónsson og Edda Björgvinsdóttir leika hjón í myndinni.
Sigurður Sigurjónsson og Edda Björgvinsdóttir leika hjón í myndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál