Ljómandi húð og heillandi augnförðun

Kristjana Viðarsdóttir var glæsileg þegar búið var að farða hana.
Kristjana Viðarsdóttir var glæsileg þegar búið var að farða hana. mbl.is/Eggert

Berglind Stella Benediktsdóttir förðunarfræðingur fékk það verkefni að farða Kristjönu Viðarsdóttur með nýjustu litunum frá Urban Decay.

Berglind segir að undirfarðinn á húðina skipti miklu máli og það sé nauðsynlegt fyrir konur að vita hvernig húð þær séu með til þess að hægt sé að velja réttu vörurnar.

„Ef húðin er þurr og/eða opin finnst mér nauðsynlegt að setja undirfarða sem fyllir upp í opnar húðholur og fínar línur. Ég ákvað því að nota Optical Illusion primer sem sléttir algjörlega yfirborð húðarinnar. Naked Skin-farðinn er í sérstöku uppáhaldi hjá mér þar sem hann er ekki of þykkur en þekur vel, hann hefur einnig róandi áhrif á húðina og hentar öllum. Eftir að hafa borið farðann á setti ég vinsælasta hyljarann okkar, Naked Skin Concealer, í kringum augun og dreifði úr niður á kinnar. Þessi hyljari hefur einnig nærandi og róandi áhrif,“ segir Berglind.

Berglind segir að það sé vinsælt um þessar mundir að hafa húðina ljómandi án þess að konur séu alveg glansandi í framan.

„Ég notaði því Illuminizer-ljómapúður til þess að festa farðann og hyljarann. Til að fullkomna húðina endaði ég á því að skyggja létt með Shapeshifter-skyggingarpallettunni og Afterglow-kinnalitnum.

Berglind í óða önn að gera Kristjönu fína.
Berglind í óða önn að gera Kristjönu fína. mbl.is/Eggert

Áður en byrjað er á augnskugganum ber ég alltaf augnskuggagrunn á augnlokin. Í þetta skipti ákvað ég að nota Anti-aging primer potion sem jafnar einnig yfirborð augnloka.“

TIP: Þennan augnskuggagrunn er líka æðislegt að nota undir augu fyrir hyljaranotkun, þar sem hann fyllir líka upp í fínar línur undir augum!

„Ég notaði eina af mínum uppáhalds augnskuggapallettum, Naked Ultimate Basics. Þessa get ég notað við hvert tækifæri, hún inniheldur 11 matta skugga og einn sem gefur fallegan ljóma. Til þess að skerpa enn betur á augnsvæðinu setti ég 24/7 augnblýant alveg við augnháralínuna á efra augnloki og í vatnslínuna (innri augnháralína). Að lokum setti ég maskaratvennuna okkar á augnhárin, Subversion gefur extra mikla þykkt áður en Persversion-maskarinn er borinn á.“

Mikil áhersla er lögð á augabrúnir í hausttískunni.

„Mér finnst augabrúnirnar alltaf skipta gríðarlegu máli og notaði Brow box-augabrúnalitinn til að fylla vel upp í brúnirnar og skerpa á þeim. Ég dró því næst Brow tamer-gelið í gegnum þær til að festa öll hár á sínum stað og móta enn betur.

Við viljum ekki bara grunna húð og augnlok, heldur er líka frábært að grunna varirnar áður en varalitur er borinn á. Ultimate Ozone Multipurpose Primer-blýanturinn fyllir vel upp í allar fínar línur og festir varalitinn betur á. Þar sem ég valdi að nota milda, brúna tóna á augun langar mig að skerpa meira á vörunum með björtum og fallegum haustlit. Ég ákvað að nota Manic-varablýantinn til að ramma varirnar inn og bætti svo Hitch Hike-varalitnum yfir.“

TIP: fyrir skotheldan varalit mæli ég með Ozone-varagrunninum, varablýanti yfir allar varirnar og Vice varalit yfir – þessi þrenna klikkar seint!

„Mikilvægast af öllu finnst mér svo að nota Makeup Setting Spray yfir allt til að festa förðunina algjörlega á sínum stað. Ég ákvað að nota Chill-spreyið sem róar og nærir húðina og er frábært þegar byrjar að kólna í veðri. Nú er hún klár í hvað sem er,“ segir hún.

Flott skygging.
Flott skygging. mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál