10 hlutir sem þú munt elska á útskriftardaginn

Óskalisti vikunnar er tileinkaður útskriftarskvísum landsins!
Óskalisti vikunnar er tileinkaður útskriftarskvísum landsins! Samsett mynd

Útskriftartímabilið er að hefjast og því ekki seinna vænna að fara að huga að deginum. Á óskalista vikunnar finnur þú tíu vörur sem eru fullkomnar fyrir útskriftardaginn, allt frá draumakjólnum yfir í kökudiskinn sem er ómissandi á útskriftardaginn!

Draumakjóllinn!

Það er fátt sem toppar fallegan hvítan kjól á útskriftardaginn. Þessi kjóll er eftir íslenska hönnuðinn Eddu Gunnlaugsdóttur og er í afar fallegu og klæðilegu sniði. 

Flóra kjóll fæst hjá ddea og kostar 75.000 krónur.
Flóra kjóll fæst hjá ddea og kostar 75.000 krónur. Ljósmynd/Ddea.is

Klassískir en trylltir!

Þessir flottu hælaskór eru klassískir og geta passað við nánast allt, en það sem gerir þá extra flotta er tull-efnið sem getur poppað upp hvaða lúkk sem er!

Hælaskór fást hjá Zara og kosta 8.995 krónur.
Hælaskór fást hjá Zara og kosta 8.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Augnakonfekt!

Þetta fagra pils frá House of Sunny er sannkallað augnakonfekt sem auðvelt er að dressa upp eða niður – það er nefnilega extra gaman að geta notað útskriftardressið áfram!

Pils frá House of Sunny fæst hjá Yeoman og kostar …
Pils frá House of Sunny fæst hjá Yeoman og kostar 20.900 krónur. Ljósmynd/Hilduryeoman.com

Fáguð og töff!

Blúnduskyrtan frá Opéra Sport er líka án efa flík sem hefur mikið notagildi eftir útskriftardaginn, en hana er einnig auðvelt að dressa upp og niður enda einstaklega smart.

Blúnduskyrta frá Opéra Sport fæst hjá Húrra Reykjavík og kostar …
Blúnduskyrta frá Opéra Sport fæst hjá Húrra Reykjavík og kostar 35.990 krónur. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

Tímalaust með tvisti!

Perlur eru alltaf fallegar í skarti, en þetta hálsmen er með skemmtilegu tvisti sem gerir það sannarlega einstakt. Svo er það líka tilvalin útskriftargjöf fyrir þá sem eru í leit að slíkri!

Hálsmenið fæst hjá Aftur og kostar 28.800 krónur.
Hálsmenið fæst hjá Aftur og kostar 28.800 krónur. Ljósmynd/Aftur.is

Fyrir veisluna!

Það er ómissandi að eiga fallegan kökustand fyrir útskriftarveisluna. Þessi poppar án efa upp veisluborðið og gefur því sumarlegt yfirbragð!

Kökudiskur frá IB Laursen fæst hjá Fakó og kostar 7.900 …
Kökudiskur frá IB Laursen fæst hjá Fakó og kostar 7.900 krónur. Ljósmynd/Fako.is

Glitur á útskriftardaginn!

Ef það er einhvern tímann tilefni til að glitra þá er það á útskriftardaginn! Þessi guðdómlegi jakki mun setja punktinn yfir i-ið á útskriftardressinu.

Blazer-jakki fæst hjá Zara og kostar 11.995 krónur.
Blazer-jakki fæst hjá Zara og kostar 11.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Þessi sem fer beint á óskalistann!

Þessi hringur er úr vörulínunni Eldur og Ís frá Sign og prýðir án efa óskalista margra fagurkera. Hann er líka fullkomin gjöf!

Hringur fæst hjá Sign og kostar 21.900 krónur.
Hringur fæst hjá Sign og kostar 21.900 krónur. Ljósmynd/Sign.is

Hlébarðaæði frá toppi til táar!

Sannkallað hlébarðaæði hefur tekið yfir tískuheiminn og því er vel við hæfi að klæðast mynstrinu frá toppi til táar á útskriftardaginn!

Dressið fæst í Zara. Buxurnar kosta 4.595 krónur og toppurinn …
Dressið fæst í Zara. Buxurnar kosta 4.595 krónur og toppurinn kostar 4.595 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Töfrandi augnaráð! 

Ef þig langar að útskrifast eða mæta í útskriftarveislu þá gæti þessi augnskuggi frá Chanel hitta í mark. Hann virkar hvítur á litinn en er með perluáferð gefur augnsvæðinu meiri dýpt. 

Chanel Ombre Essentielle augnskugginn virkar hvítur en verður bleikur þegar …
Chanel Ombre Essentielle augnskugginn virkar hvítur en verður bleikur þegar hann kemur á augnlokið. Ljósmynd/Chanel.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál