Bjútítips Guðnýjar Hrefnu

Guðný Hrefna Sverrisdóttir, þjálfari hjá bareMinerals og Dr. Braga, hugsar vel um heilsuna. Hún lyftir lóðum og fer í jóga þegar hún þarf að núllstillast.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi? Ég reyni að fara fimm sinnum í viku að lyfta. Hef reynt að fara meira út að hlaupa í góða veðrinu upp á síðkastið. Svo var ég að kaupa mér nýtt hjól og geri ráð fyrir að ég verði hjólandi um allar götur í sumar.

Hvað finnst þér vera besta bjútítrix allra tíma? Ef húðin er leiðinleg þá á ég alltaf til Dr. Braga Intensive maska því hann gefur húðinni mikinn raka, líf og ljóma. Svo drekk ég mikið vatn og hugsa vel um heilsuna.

Hvaða krem er í mestu uppáhaldi? Cellular Performance, tvöfaldur raki frá Sensai er það allra besta. Ég fann mikinn mun á húðinni þegar ég byrjaði að nota þetta. Ég nota Lotion II og Emulsion II. Og augnkremið frá sama merki, Recovery Concentrate, er góður orkugjafi. Það dregur einnig úr þrota á augnsvæðinu.

Hvernig málar þú þig dagsdaglega? Núna í sumar er ég að nota Complexion Resque farðann frá bareMinerals því hann er léttur og gefur fallegan ljóma. Ég nota líka gullpennann frá Clarins undir augun. Set smá sólarpúður og kinnalitinn The One frá bareMinerals á andlitið. Á varirnar er ég alltaf með Instant Lip perfector í lit nr. 1 í töskunni.

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar heilsurækt er annars vegar? Gott mataræði og að vera í líkamsrækt sem maður hefur gaman af. Njóta lífsins og fyrst og fremst að hafa gaman!

Hvað borðar þú á hefðbundnum degi? Ég borða morgunmat klukkan 07.00 og verður létt ABT-mjólk með hafrakökum sem ég bý til sjálf oftast fyrir valinu. Klukkan 10.00 fæ ég mér hnetur  eða ávöxt og kl. 13.00 fæ ég mér kjúklingabringu með salati eða góðan sjeik. Kl. 16.00 drekk ég oft Hámark og hálfan banana og kl. 18.00 borða ég kvöldmat sem samanstendur oft af fiski eða kjúklingi og grænmeti.

Hvernig slakar þú best á? Sennilega nærist hugurinn best á því að fara upp í sveit og slaka á. En annars er ofsalega góð tilfinning að vakna á undan fjölskyldunni og setja á sig góðan maska með kaffibolla og bíða eftir að þau vakni.

Hvers getur þú ekki verið án? Fjölskyldunnar fyrst og fremst, svo mér finnst alveg hrikalega dýrmætur tími að komast í líkamsrækt. Svo er eiginlega skömm að segja frá því en ég get eiginlega ekki verið án símans. 

Hvað gerir þú þegar þú ert þreytt og þarft að núllstillast? Þá fer ég í jóga því það hreinsar hugann og tilfinningin er mögnuð eftir á. Maður fær mikla orku eftir tímann. 

Hafrakökur Guðnýjar Hrefnu

2 og 1/3 bolli haframjöl

1 tsk. kanill

1/4 tsk. maldon-sjávarsalt

1/2 bolli hakkaðar möndlur (líka hægt að nota hnetur)

1/2 bolli döðlur

1 bolli ósætt möndlusmjör

2 msk. kókosolía

2 stórir þroskaðir bananar stappaðir

1 tsk. vanillu-stevía eða kókospálmasykur

Aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið þurrefnunum saman í skál. Blandið saman möndlusmjöri, kókosolíu, bönunum og vanillu og hrærið saman við þurrefnin. Setjið deigið á smjörpappír og ofnskúffu. Hver kaka er um 2 msk. af deigi. Ýtið aðeins ofan á kökurnar, þær renna ekkert út við bakstur. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til þær eru byrjaðar að brúnast. Geymast á köldum stað í að minnsta kosti viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál