Svona berð þú á þig maska

Betra er að bera sig rétt að þegar maski er …
Betra er að bera sig rétt að þegar maski er borinn á húðina. www.barefootblonde.com

Ef þú hélst að það væri nóg að klína þessu bara framan í sig, láta þetta svo eiga sig í korter áður en þessu er skolað á brott, hafðir þú rangt fyrir þér. Það eru nefnilega nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga áður en andlitsmaski er borinn á húðina.

Mindbodygreen tók saman nokkur ráð.

Þetta skalt þú hafa í huga:

Húðin skal vera alveg hrein, laus við allan farða og andlitskrem.

Bleyttu þvottapoka með heitu vatni. Vatnið ætti að vera nógu heitt til að það myndi gufu, en samt ekki það heitt að þú brennir þig. 

Sveipaðu andlit þitt þvottapokanum. Gufan opnar svitaholurnar og undirbýr húðina fyrir maskann.

Notaðu hreina skeið til að skófla maskanum í lófann á þér. Ekki vaða með hendurnar ofan í krukkuna.

Notaðu tvo fingur og berðu maskann rólega á þig, forðastu augu, varir og nasir. Þú getur einnig prufað að bera maskann á með hreinum bursta.

Fylgdu leiðbeiningunum sem segja til um hversu lengi maskinn á að vera á andlitinu, og hvernig skuli fjarlægja hann.

Fleiri ráð

Flestir maskar eru gerðir til að vera á húðinni í 15-30 mínútur. Ef maskinn þinn inniheldur efni líkt og leir og eða sítrónusafa skaltu ekki láta hann liggja lengur á húðinni en 15 mínútur.

Ef þér finnst heimatilbúni maskinn þinn of blautur má bæta út í hann haframjöli, hafrahveiti, hveitiklíði eða mjöli úr adzuki baunum.

Milda maska má nota daglega, en maska sem innihalda leir eða sítrónur skal ekki nota oftar en einu sinni í viku.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál