„Lífið byrjar eftir fimmtugt“

Nicola Griffin hóf fyrirsætustörf eftir að börnin fluttu að heiman.
Nicola Griffin hóf fyrirsætustörf eftir að börnin fluttu að heiman. Skjáskot Daily Mail

Nicola Griffin, fyrirsæta á sextugsaldri, er elsta konan sem prýtt hefur sundfatahefti Sports Illustrated.

Frétt mbl.is: Sú elsta sem birtist í Sports Illustrated

Griffin, sem er 56 ára, hóf fyrirsætustörf eftir að börn hennar fluttu að heiman. Að eigin sögn var það gert til að hafa eitthvað fyrir stafni. Nú hefur hún hinsvega slegið í gegn, og prýðir um þessar mundir síður tímaritsins SliNK líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

„Þegar maður verður 56 ára veit maður ekki hversu langt maður á eftir á þessari jörð. Svona lítur maður út og maður ætti að fagna því,“ segir Griffin.

„Ég hef verið ung, ég hef verið áhyggjufull, ég hef verið undir álagi og þannig vil ég ekki láta mér líða lengur. Ég er ákveðin í að njóta hvers dags og grípa hvert tækifæri. Þetta virðist vera minn tími og ég er reglulega hamingjusöm. Lífið hefst tvímælalaust eftir fimmtugt.“

Griffin segir mikilvægt að allskonar konur sitji fyrir í tímaritum.
Griffin segir mikilvægt að allskonar konur sitji fyrir í tímaritum. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál