Förðunarfræðingur Kardashian til Íslands

Ariel Tejada ásamt Lilly Ghalichi.
Ariel Tejada ásamt Lilly Ghalichi. Ljósmynd/Instagram

Ariel Tejada er einn þekktasti förðunarfræðingur heims en frægðarstjarna hans hefur ekki dalað eftir að hann fór að farða Kardashian-systurnar og líka litlu systur þeirra, Jenner-systurnar. Nú er þessi ágæti maður á leið til Íslands og mun hann kenna íslenskum konum að farða sig. Námskeiðið er haldið í Reykjavík Makeup School og segir Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir annar af eigendum skólans að mikill spenningur sé fyrir komu hans til landsins. 

„Hann kemur til landsins 18. maí og mun halda námskeið 19. maí en hann er hér á vegum okkar Söru í Reykjavík Makeup School,” segir Sigurlaug. Hún segir að frægðarsól hans hafi risið mjög eftir að hann fór að vinna með Kardashian- og Jenner-systrunum. 

„Og svo vinnur hann mikið með glamúr-drottningunni Lilly Ghalichi,” segir Silla en Lily Ghalichi er mjög fræg fyrir augnhár sín Lily Lashes sem seld eru hérlendis. Hún er til dæmis með 2,2 milljónir fylgjendur á Instagram og þykir ákaflega heit ef svo má að orði komast. Það er svo sem ekkert skrýtið því tískustraumar dagsins í dag kalla á hnausþykk og mjög löng augnhár. Ef skvísur eru ekki með augnháralengingar þá setja þær á sig gerviaugnhár, ekki bara spari heldur líka hvers dags ef því er að skipta. 

Þegar Silla er spurð að því hver sér sérstaða Ariel segir hún að hann sé mjög frægur fyrir sína glamúrförðun. Hann er mjög góður í augnförðun og að skyggja andlit sem er svo arfavinsælt núna. Hann mun kenna þetta allt á námskeðinu en það er opið fyrir bæði förðunarfræðinga og áhugafólk um förðun.

„Við erum í samstarfi við mörg fyrirtæki hér á landi sem munu koma til með að sponsa gjöf í goodie bag sem allir munu fá sem koma á námskeiðið,“ segir Sigurlaug. 

Yesterday's Glam was too Good 💞 @kimkardashian 💇🏽 hair by @laurapolko #kimkardashian #MakeupbyAriel😘

A photo posted by Ariel Tejada (@makeupbyariel) on Apr 14, 2016 at 12:33pm PDT

Wow!! @browsbynikki 🙌🏼 #GhalichiGlam #LillyGhalichi

A video posted by Lilly Ghalichi (@lillyghalichi) on Apr 27, 2016 at 5:50pm PDT

Hér má sjá hluta af þeim fyrirsætum sem hann hefur …
Hér má sjá hluta af þeim fyrirsætum sem hann hefur farðað í gegnum tíðina. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál