Leyndarmál Katrínar er hárnet

Í fjarlægð er ómögulegt að sjá hárnetið.
Í fjarlægð er ómögulegt að sjá hárnetið. AFP

Hertogaynjan Katrín Middleton stelur alltaf senunni enda kann hún að klæða sig og er alltaf óaðfinnanleg til fara. Og hárið er ávallt fullkomið, hvort sem það er slegið eða uppsett. En hver er galdurinn?

Í fyrsta lagi er það blásturinn en Katrín lætur fagmann um að blása hár sitt með réttu tólunum, meðal annars með Tangle Angel-burstanum. Í öðru lagi er það hárnet! Já, Katrín notar hárnet til að halda uppsettu hárinu fullkomnu allan daginn.

Þegar myndir af Katrínu, sem teknar voru af henni í Hollandsheimsókn hennar í vikunni, eru skoðaðar sést glitta í hárnet. Sérfræðingar vilja meina að þessi aðferð, að skella hárneti yfir hárgreiðsluna, sé mun gáfulegra en að drekkja hárinu í hárlakki.

Þá er bara að henda sér út í apótek og fjárfesta í hárneti!

Við nánari athugun má sjá glitta í hárnetið sem heldur …
Við nánari athugun má sjá glitta í hárnetið sem heldur hárinu fullkomnu allan daginn. Skjáskot af vef Cosmopolitan
Katrín Middleton er ávallt flott til fara.
Katrín Middleton er ávallt flott til fara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál