Loeb hefur náð forustu í Korsíkurallinu

Sébastien Loeb á Korsíku í dag.
Sébastien Loeb á Korsíku í dag. Reuters

Frakkinn Sébastien Loeb hefur náð forustu í franska rallinu, sem nú fer fram á eyjunni Korsíku. Að loknum fyrsta keppnisdegi hefur Loeb, sem ekur Citroën C4 4,8 sekúndna forskot á Finnann Marcus Grönholm á Ford Focus en þessir tveir ökumenn berjast um heimsmeistaratitilinn í rallakstri.

Spánverjinn Dani Sordo, liðsfélagi Loebs, er þriðji, 18,5 sekúndum á eftir Frakkanum. Í næstu sætum eru Belginn François Duval, Norðmaðurinn Petter Solberg, Finninn Jari Matti Latvala, Ástralinn Chris Atkinson og Spánverjinn Xavier Pons.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka