Mbl.is með ítarlega umfjöllun um leiki dagsins

Markheppinn Helgi Sigurðsson, framherji Vals, er hér á undan Ásgrími …
Markheppinn Helgi Sigurðsson, framherji Vals, er hér á undan Ásgrími Albertssyni, varnarmanni HK, og skorar annað mark Valsmanna á Kópavogsvelli í gærkvöld og sitt sjöunda í Landsbankadeildinni á tímabilinu. Golli Kjartan Þorbjörnsson

Lokaumferð Landsbankadeildarinnar fer fram í dag og hefjast fimm leikir kl. 14:00. Fylgst verður með gangi mála í öllum leikjum dagsins í textalýsingu á mbl.is og að loknum leikjunum verða birt viðtöl sem og myndskeið frá fögnuði Íslandsmeistaraliðsins. Það eru Valur og FH sem eiga möguleika á að fagna titlinum í dag, Valur er með 35 stig og FH 34 stig. Valur og HK eigast við á Laugardalsvelli en í Víkinni leika Víkingur og FH.

Leikir dagsins:

Víkingur R. - FH

Valur - HK

KR - Fylkir

Keflavík - ÍA

Breiðablik - Fram

Fjögur lið geta fallið, HK, Fram, KR og Víkingur, en aðeins eitt lið fellur úr deildinni vegna fjölgunar liða úr 10 í 12 á næstu leiktíð.
Staðan í Landsbankadeildinni fyrir lokaumferðina:

1. Valur 17 10 5 2 40:20 35
2. FH 17 10 4 3 39:25 34
3. ÍA 17 8 5 4 31:24 29
4. Fylkir 17 8 4 5 22:17 28
5. Breiðablik 17 5 8 4 27:18 23
6. Keflavík 17 5 5 7 23:29 20
7. HK 17 4 4 9 17:34 16
8. Fram 17 3 6 8 23:29 15
9. KR 17 3 6 8 16:29 15
10. Víkingur R. 17 3 5 9 14:27 14
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert