Ólafur samdi við Breiðablik til tveggja ára

Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks.
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. Kristinn Ingvarsson

Ólafur Kristjánsson skrifaði í dag undir samning við Breiðablik sem gildir til loka ársins 2009 en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö tímabil. Ólafur sagði við mbl.is nú rétt í þessu að hann hafi ekki verið að bíða eftir því hvað myndi gerast hjá FH og KR.

„Ég hef heyrt þann orðróm að undanförnu og ég hafði bara gaman af því. Málið var mun einfaldara. Ég vildi breyta ákveðnum hlutum í innra starfi Breiðabliks og auka umfang og starfssvið mitt sem þjálfara mfl. karla. Sú vinna tók aðeins lengri tíma en menn gerðu ráð fyrir. Ég mun koma í meira mæli að uppbyggingu og þjálfun yngri flokka félagins í samráði við Arnar Bill Gunnarsson yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Breiðablik er með gríðarlegan efnivið í öllum flokkum og það er markmið okkar að styrkja félagið neðan frá,“ sagði Ólafur í kvöld.

Ólafur tók við þjálfun Breiðabliks árið 2006 en áður hafði hann stýrt Fram í tvö tímabil í efstu deild. Nánar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert