Þorvaldur Örlygsson: Ekkert hræddur að sigurinn stígi mínum mönnum til höfuðs

Jóhann Þórhallsson reynir markskot en til varnar eru Auðun Helgason, …
Jóhann Þórhallsson reynir markskot en til varnar eru Auðun Helgason, Reynir Leósson og Daði Guðmundsson. mbl.is/Golli

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara brosti breitt í Árbænum í dag en lærisveinar hans sýndu góðan leik gegn Fylkismönnum og uppskáru öruggan 3:0 sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri.

„Ég var mjög ánægður með leik liðsins og það er líka ákveðinn léttir svona í fyrsta leik að hafa náð svona góðum sigri. Við vitum að hlutirnir munu ekki ganga alltaf svona vel upp eins og þeir gerðu hér í dag en það voru sprækir strákar inni á vellinum í mínu liði og allir lögðu þeir sig vel fram,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, við mbl.is, eftir leikinn.

Þorvaldur var ánægður með varnarleikinn; ,,Vörnin var traust og við fengum nánast engin færi á okkur. Flæðið í okkar leik var gott og liðsheildin öflug.

Ég er ekkert hræddur um að þessi sigur stígi liðinu til höfuðs. Við erum ekki með stóran hóp og nú misstum við Jón Þorgrím útaf meiddan og fyrir á sjúkralistanum er Henrik Eggerts svo við verðum að spýta í lófana. Það var hins vegar afar sætt að byrja með svona góðum sigri og það verður betra að vakna á morgun því það verða upp og niður dagar í þessu í sumar."

Spurður hvort frammistaða Fylkis hefði komið sér á óvart sagði Þorvaldur; „Ég hef svo sem ekkert velt henni fyrir mér. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta var ekki besti leikur Fylkismanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert