Auðun: „Ég á ekki að gera slík mistök“

Auðun Helgason í baráttunni við Jóhann Þórhallsson í öruggum sigri …
Auðun Helgason í baráttunni við Jóhann Þórhallsson í öruggum sigri Fram á Fylki. mbl.is/Golli

„Þetta var einfaldlega lélegur varnarleikur af minni hálfu. Reyndur varnarmaður eins og ég á ekki að gera slík mistök. Það var því erfitt að kyngja því að sjálfsmarkið frá mér var það sem skildi á milli í þessum leik,“ sagði Auðun Helgason varnarmaður Fram sem skoraði sjálfsmark á 44. mínútu í 1:0-tapleik liðsins gegn ÍA á Akranesi í kvöld í 3. umferð Landsbankadeildar karla. 

„Skagamenn voru sterkir. Þeir eru með duglega leikmenn sem vilja verjast en við fengum ágæt færi til þess að jafna sem við nýttum ekki,“ bætti hann við.

Nánari umfjöllun um leikinn verður á íþróttsíðum Morgunblaðsins á morgun.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert