Guðjón er bjartsýnn þrátt fyrir tapið

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is/Kristinn

„Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af stöðu okkar þessa stundina. Það er nóg eftir af mótinu og við getum vel blandað okkur í baráttuna um Evrópusæti eins og stefnt var að. Það sem fer illa með okkur í þessum leik eru mörk eftir auka -og hornspyrnur. Það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir og laga. Veðrið hafði mikil áhrif á leikinn en ég tel að við getum gert mun betur í sóknarleiknum. Það vantaði meiri ákefð í framlínuna í síðari hálfleik,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA eftir 3:2-tap liðsins gegn Fylki í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert