Jóhann Birnir til Keflavíkur

Jóhann B. Guðmundsson
Jóhann B. Guðmundsson mbl.is

Jóhann B. Guðmundsson leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS gengur í raðir Keflvíkinga á næstu dögum.

Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að búið væri að ná samkomulagi við Jóhann og forráðamenn GAIS.

,,Hann verður leikmaður okkar og kemur vonandi í næstu viku og í síðasta lagi undir lok mánaðarins,“ sagði Þorsteinn við Morgunblaðið.

„Við erum að sjálfsögðu mjög lukkulegir með að fá Jóhann. Hann verður frábær viðbót í okkar hóp. Hann er með hjartað á réttum stað og við höfum farið þá leið að styrkja lið okkar með leikmönnum sem hafa spilað með liðinu. Það hefur gefið góða raun,“ sagði Þorsteinn. Jóhann hefur verið í atvinnumennsku í áratug en hann lék með Keflavík 1994-97 þar sem hann skoraði 13 mörk í 49 leikjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert