Guðjón:„Það er ekki í mínu eðli að gefast upp“

Skagamaðurinn Guðjón H. Sveinsson með boltann í leiknum gegn Breiðabliki.
Skagamaðurinn Guðjón H. Sveinsson með boltann í leiknum gegn Breiðabliki. mbl.is/Brynjar Gauti

„Ég hef aldrei upplifað þetta, hvorki sem þjálfari eða í þeim rúmlega 400 leikjum sem ég spilaði sjálfur með ÍA. Þetta er alveg ný staða sem maður þarf að glíma við," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir tapið stóra gegn Blikum, 1:6 í Kópavogi.

Hann kveðst ekki hafa íhugað að segja upp þrátt fyrir dapurt gengi í sumar. „Í allri alvöru þá hef ég ekki gert það. Ég held að þau vandamál sem við þurfum að glíma við séu þannig að það er bara ekki í mínu eðli að hætta og gefast upp. Síst af öllu núna þegar á móti blæs. Það er langt síðan ákveðnir aðilar fóru að tala um það að reka mig, en við skulum minnast þess að lausnirnar felast ekki í því. Ef menn telja að eina lausnin sé að reka mig þá hafa þeir afl og getu til þess, sagði Guðjón. „Ef ég teldi þetta vera vonlaust þá myndi ég einfaldlega hætta," bætti hann við.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert