Siggi og Gústi áfram í ÍBV

Nsumba stóð sig vel í 1. deildinni í sumar og …
Nsumba stóð sig vel í 1. deildinni í sumar og hér er hann í leik gegn Víkingi. mbl.is/Árni Sæberg

Úgönsku knattspyrnumennirnir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba skrifuðu í dag undir nýja samninga við ÍBV og munu því leika með liðinu í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð.

Mwesigwa, eða Siggi eins og hann er stundum kallaður í Eyjum, kom til ÍBV árið 2006 og lék 15 leiki með liðinu það sumarið en þá féll ÍBV úr efstu deild. Hann skrifaði undir samning út árið 2011.

Augustine Nsumba, eða Gústi, skrifaði undir samning út árið 2010 en hann kom til ÍBV um mitt sumar á síðasta ári.

Mwesigwa leikur alla jafna í vörninni en Nsumba sem kantmaður. Þeir voru báðir valdir í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum liða í 1. deild nú nýverið, en það var vefsíðan fótbolti.net sem stóð fyrir kjörinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert