Kristján Hauksson aftur í Fram

Kristján Hauksson í búningi Fram sumarið 2007 í baráttu við …
Kristján Hauksson í búningi Fram sumarið 2007 í baráttu við Prince Rajcomar sem þá lék með Breiðabliki. mbl.is/Golli

Miðvörðurinn Kristján Hauksson hefur gengið í raðir uppeldisfélags síns, Fram á nýjan leik. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sem Fram og Valur sendu frá sér rétt í þessu.

Kristján sem er 23 ára fór frá Fram eftir tímabilið 2007 til Vals en var svo lánaður frá Valsmönnum til Fjölnis síðasta sumar. Þegar lánssamningnum lauk kom hann svo aftur til Vals en þar er hörð barátta um sæti í liðinu, ekki síst vörninni. Geta Atli Sveinn Þórarinsson, Guðmundur Mete, Einar Marteinsson og Reynir Leósson geta allir leikið í miðju varnarinnar og Valsmenn því ekki á flæðiskeri staddir. Ljóst er að Kristján verður þó fengur fyrir Fram þar sem hann mun væntanlega koma til með að leika með Auðuni Helgasyni í miðju varnarinnar hjá Safamýrarliðinu í sumar.

Yfirlýsingin hljóðar svona:

„Knattspyrnufélögin Valur og Fram hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Kristján Haukssonar í Fram.
Fram hafði samband við Val og komust félögin að samkomulagi um félagskiptin í morgun.

Virðingarfyllst.
Knattspyrnufélagið Valur
Knattspyrnufélagið Fram“
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert