Þrótti og Stjörnunni spáð falli í Pepsi deild karla

Stuðningsmenn FH fögnuðu titlinum í Árbænum s.l. haust.
Stuðningsmenn FH fögnuðu titlinum í Árbænum s.l. haust. mbl.is/hag

Þróttur og Stjarnan falla úr efstu deild karla, Pepsi deildinni, í knattspyrnu ef marka má spá forráðamanna og fyrirliða þeirra liða sem leika í efstu deild. Spáin var birt í dag. Íslandsmeistaraliði FH er spáð öruggum sigri í deildinni en Keflavík endar í öðru sæti ef spáin gengur eftir.

Spáin fyrir sumarið lítur þannig út:
1. FH 420 stig
2. Keflavík 354 stig
3. KR 345 stig
4. Valur 340 stig
5. Fram 246 stig
6. Breiðablik 242 stig
7. Grindavík 216 stig
8. Fylkir 193 stig
9. Fjölnir 142 stig
10. ÍBV 113 stig
11. Þróttur 101 stig
12. Stjarnan 96 stig

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert