Stórsigur Breiðabliks á Þór/KA

Harpa Þorsteinsdóttir leikur í fremstu víglínu Breiðabliks.
Harpa Þorsteinsdóttir leikur í fremstu víglínu Breiðabliks. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Breiðablik vann öruggan sigur, 6:1, á deildabikarmeisturum Þórs/KA í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag. Staðan í hálfleik var 2:1, Breiðabliki í vil, sem var mun sterkara liðið í leiknum eins tölurnar gefa til kynna.

Íslandsmeistarar Vals unnu bikarmeistara KR, 3:1, í Vesturbænum, Stjarnan vann Aftureldingu/Fjölni, 6:1, í Mosfellsbæ, Fylkir vann Keflavík, 7:1, í Keflavík, og GRV vann ÍR, 3:1, í nýliðaslag í Mjóddinni.

Ljóst er af þessu leik að Breiðabliksliðið á eftir að  vera afar sterkt í sumar, einkum er sóknarleikur liðsins beittur og leikmenn hættulegir þegar upp að marki andstæðinganna er komið.

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark Breiðabliks á 20.  mínútu. Mateja Zvar jafnaði metin fyrir Þór/KA á 40. mínútu. Sandra Sif Magnúsdóttir gerði annað mark Blika tveimur mínútum síðar.

Fanndís Friðriksdóttir og Sandra Sif skoruðu sitt hvort markið á 57. og 58. mínútu og Fanndís bætti við fimmta marki Breiðabliks á 63. mínútu. Harpa Þorsteinsdóttir gerði sjötta markið sjö mínútum fyrir leikslok út vítaspyrnu sem hún vann eftir að brotið var á henni innan vítateigs Þórs/KA.

Fylgst var leiknum í textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Byrjunarlið Breiðabliks: Elsa Hín Einarsdóttir - Erna Björk Sigurðardóttir, Hlín Gunnlaugsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Guðrún Erla Hilmarsdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Berglind Björk Þorvaldsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Birna Þorvarðardóttir, Harpa Þorsteinsdóttir.

Byrjunarlið Þórs/KA: Helena Jónsdóttir - Silvía Rán Sigurðardóttir, Karen Nóadóttir, Inga Dís Júlísudóttir, Vesna Smiljkovic, Rakel Hönnudóttir, Mateja Zver, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sonja Geirsdóttir, Bojana Besic, Elva Friðjónsdóttir.

Breiðablik* 6:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) á skalla sem er varinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert