Tíu Framarar lögðu ÍBV 2:0

Ívar Björnsson og Matt Garner eigast við í leiknum í …
Ívar Björnsson og Matt Garner eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Framarar lögðu Eyjamenn að velli, 2:0, í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu,  Pepsideildarinnar, á Laugardalsvellinum í kvöld. Heiðar Geir Júlíusson skoraði á 76. mínútu en Framarar voru þá manni færri eftir að Joe Tillen fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik. Hjálmar Þórarinsson innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma.

Lið Fram: Hannes Þór Haraldsson, Daði Guðmundsson, Auðun Helgason, Kristján Hauksson, Samuel Tillen, Halldór Hermann Jónsson, Almarr Ormarsson, Ingvar Þór Ólason, Joe Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Ívar Björnsson.
Varamenn: Heiðar Geir Júlíusson, Viðar Guðjónsson, Grímur Björn Grímsson, Alexander V. Þórarinsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson, Ögmundur Kristinsson.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór E. Ólafsson, Andrew Mwesigwa, Yngvi M. Borgþórsson, Matt Garner, Augustine Nsumba, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Pétur Runólfsson, Tonny Mawejje, Viðar Örn Kjartansson.
Varamenn: Chris Clements, Bjarni Rúnar Einarsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Elías Ingi Árnason, Ajay Leight-Smith, Elías Fannar Stefnisson.

Fram 2:0 ÍBV opna loka
90. mín. Hjálmar Þórarinsson (Fram) skorar Hjálmar fékk langa sendingu fram völlinn, lék á varnarmann í vítateignum og sendi boltann yfirvegað í netið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert