Willum: Buðum þeim upp á að skora

Valsarinn Ólafur Páll Snorrason skýtur að marki Grindvíkinga.
Valsarinn Ólafur Páll Snorrason skýtur að marki Grindvíkinga. mbl.is/Kristinn

„Ég græt nú ekki þetta stig en ég hefði alveg viljað fá fleiri,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir 1:1-jafnteflið við Grindavík á Vodafonevellinum í kvöld.

Grindavík komst yfir snemma í leiknum með marki Scott Ramsay úr aukaspyrnu og Valsmönnum tókst ekki að jafna metin fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok.

„Þetta mark sem að þeir skoruðu var eitthvað sem að við bara buðum þeim upp á að skora með því að eiga lélega sendingu á miðjunni og gefa þeim svo aukaspyrnu á vondum stað. Lið sem kemur og liggur í vörn vonast náttúrulega eftir marki snemma og það má segja að þeirra leikaðferð hafi gengið upp en ekki okkar. Við náðum ekki að leysa málin almennilega fyrr en í seinni hálfleiknum, þá tókst okkur að spila betur á milli og ná boltanum inn í vítateiginn,“ sagði Willum.

„Það er auðvitað alveg sama hvaða lið er um að ræða, ef það fær lítið pláss til að spila þá er alltaf erfitt að skapa mikið af færum og það hrjáði okkur mjög í fyrri hálfleik. En ég var ánægður með það þó sem við náðum að skapa í seinni hálfleik,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka