Sandra tryggði Stjörnunni stig á Hlíðarenda

Rakel Logadóttir, til hægri, kom Val í 2:1.
Rakel Logadóttir, til hægri, kom Val í 2:1. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Valur og Stjarnan deila efsta sætinu í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, með Breiðabliki eftir að hafa gert 2:2 jafntefli á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Soffía Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Logadóttir svöruðu fyrir Val, en Ásgerður S. Baldursdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna rétt fyrir leikslok eftir að María B. Ágústsdóttir varði frá henni vítaspyrnu.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Byrjunarlið Vals: María Björg Ágústsdóttir - Sif Atladóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir - Rakel Logadóttir, Katrín Jónsdóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir - Dóra María Lárusdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir.
Varamenn: Heiða Dröfn Antonsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Anna Garðarsdóttir, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Margrét Magnúsdóttir.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
Sandra Sigurðardóttir - Guðríður Hannesdóttir, Eyrún Guðmundsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir - Inga Birna Friðjónsdóttir, Edda María Birgisdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir - Björk Gunnarsdóttir.
Varamenn: Helga Franklínsdóttir, Anika Laufey Baldursdóttir, Nanna Rut Jónsdóttir, Karen Sturludóttir, Birna Sif Kristinsdóttir, Íris Ósk Valmundsdóttir.

Valur** 2:2 Stjarnan** opna loka
90. mín. Valur** fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert