„Þetta er ekki búið enn“

Þorsteinn Halldórsson, hrópar skipunum í átt til sinna manna í …
Þorsteinn Halldórsson, hrópar skipunum í átt til sinna manna í kvöld. Morgunblaðið/ Kristinn

Þróttur fagnaði sigri á Fjölni í 15. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld, 3:1, en leikið var í Grafarvogi. Þróttur, sem einnig fagnar 60 ára afmæli félagsins í dag, er þó enn á botni deildarinnar, en Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, segist hafa fulla trú á að halda liðinu uppi.

 „Við vorum hægir í fyrri hálfleik og náðum ekki að keyra hratt eins og lagt var upp með. Við vorum óöryggir í öllum okkar aðgerðum. Í hálfleik sögðum við að menn yrðu að þora að framkvæma ákveðna hluti og taka af skarið og það gerðu þeir. Að vísu kom smá skjálfi í okkur þegar við vorum tveimur fleiri, en við náðum að vinna okkur út úr því. Þetta er góður dagur í dag, en þetta er ekki búið enn. Næsti leikur telur mikið líka og það er bara mikil stigasöfnun framundan. Við eigum Grindavík heima næst og það þarf sigur þar. Þetta er alveg gerlegt, að halda okkur uppi og við höfum fulla trú á því verkefni, það er ekkert annað í stöðunni.“

„Þetta er ekki búið enn“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert