Tryggir Grindavík eða ÍBV tilverurétt sinn í Pepsi-deildinni?

Grindvíkingar fá Eyjamenn í heimsókn í dag.
Grindvíkingar fá Eyjamenn í heimsókn í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Grindavík tekur á móti Eyjamönnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag klukkan 18. Þetta er frestaður leikur frá 17. umferð en honum var frestað vegna svínaflensufaraldurs sem gerði vart við sig í herbúðum Suðurnesjaliðsins.

Sigurliðið í rimmunni í kvöld gulltryggir veru sína í deildinni en Grindavík og ÍBV eru jöfn að stigum með 21 stig, eru sjö stigum á undan Fjölnismönnum sem eru í næstneðsta sæti deildarinnar en Grafarvogsliðið á þrjá leiki eftir.

Eftir góðan sigur á FH-ingum í Kaplakrika hafa Grindvíkingar tapað tveimur leikjum í röð, gegn Fram og Fylki, en Eyjamenn, sem hafa misst Englendingana Ajay Leight-Smith og Chris Clements úr sínum röðum, hafa verið á góðri siglingu og hafa aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum sínum.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert