Heimir: Ótrúlegustu menn búnir að dúkka upp á æfingum

Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH.
Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsmeistarar FH-inga hefja titilvörnina í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir sækja Valsmenn heim í opnunarleik Íslandsmótsins.

Markmiðin hjá okkur FH-ingum eru á hreinu. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að verja titilinn,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, við Morgunblaðið.

,,Það er loksins komið að mótinu, lengsta undirbúningstímabil í Evrópu er á enda og það er tilhlökkun í mönnum að fara að byrja. Við verðum klárir í leikinn við Val, ástandið á mannskapnum er mjög gott og ótrúlegustu menn búnir að dúkka upp á æfingum þessa vikuna, til dæmis er Hjörtur Logi [Valgarðsson] byrjaður að æfa. Þetta er allt í áttina hjá okkur og við höfum alltaf átt í lið hjá FH og það breytist ekkert,“ sagði Heimir og á von á erfiðum leik.

„Það þarf ekki annað en skoða leikmannalistann hjá Val til að sjá að þar er sterkt lið á ferðinni með nýjan þjálfara í brúnni þannig að við eigum von á erfiðum leik. Einhvers staðar þurfum við að byrja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert