FH vann slaginn um Hafnarfjörð

Guðjón Pétur Lýðsson úr Haukum reynir að skora úr aukaspyrnu …
Guðjón Pétur Lýðsson úr Haukum reynir að skora úr aukaspyrnu í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Björn Daníel Sverrisson tryggði FH 1:0 sigur á nýliðum Hauka í fyrsta Hafnarfjarðarslagnum í deildarleik í knattspyrnu frá árinu 1974 þegar liðin áttust við í kvöld á Vodafonevellinum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Markið skoraði Björn á 83. mínútu og hafa FH-ingar þar með hlotið 4 stig í deildinni en Haukar eru með eitt stig. Haukar sýndu hins vegar góða baráttu í kvöld og voru síst lakari aðilinn í frumraun sinni á heimavelli sínum í sumar.

Lið Hauka: Daði Lárusson - Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Arnar Gunnlaugsson, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Daníel Einarsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Sam Mantom.
Varamenn: Pétur Örn Gíslason, Úlfar Hrafn Pálsson, Ísak Örn Einarsson, Jónmundur Grétarsson, Kristján Óli Sigurðsson, Amir Mehica.

Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Hafþór Þrastarson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Björn Daníel Sverrisson, Gunnar Már Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Torger Motland, Ólafur Páll Snorrason.
Varamenn: Atli Guðnason, Gunnar Sigurðsson, Jón Ragnar Jónsson, Helgi Valur Pálsson, Einar Karl Ingvarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Jacob Neestrup.

Haukar 0:1 FH opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert