„Þarf nýja áskorun“

Alfreð Finnbogason með veglegan bikar sem Morgunblaðið afhenti honum í …
Alfreð Finnbogason með veglegan bikar sem Morgunblaðið afhenti honum í gær. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Alfreð Finnbogason, sóknarmaðurinn bráðefnilegi úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er leikmaður ársins í fótboltanum þetta árið að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Alfreð varð efstur í einkunnagjöf blaðsins, M-gjöfinni, fyrir leikina í sumar og lét þá forystu ekki af hendi þó að hann yrði að sitja hjá í lokaleik Íslandsmótsins gegn Stjörnunni um síðustu helgi.

Alfreð sagði við Morgunblaðið í gær, þegar hann tók við veglegum bikar frá blaðinu, að þetta væri mikill heiður og að hann hefði fylgst vel með einkunnagjöfinni.

„Já, ég var alltaf meðvitaður um stöðuna í henni, enda fylgjast allir leikmenn með því hvernig Morgunblaðið dæmir þá eftir leikina. Vissulega er það skoðun þjálfarans sem mestu máli skiptir en það er gaman að fylgjast með því hvernig fjölmiðlarnir fjalla um leikina. Menn eru með alls konar skot sín á milli á þá sem fá ekkert M eða lélega einkunn,“ sagði Alfreð.

Í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er ítarlegt viðtal við Alfreð sem ætlar að breyta til og halda í atvinnumennsku erlendis. "Ég þarf nýja áskorun," segir Alfreð m.a. í viðtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert