Guðjón Pétur til liðs við Val

Ekki er til mynd af Kristni í myndasafni mbl, sem …
Ekki er til mynd af Kristni í myndasafni mbl, sem er skandall, en hann er mjög líkur Guðjóni Pétri Lýðssyni á velli.

Guðjón Pétur Lýðsson, knattspyrnumaður úr Haukum, gekk í dag til liðs við Valsmenn og skrifaði undir þriggja ára samning við þá.

Guðjón Pétur er 22 ára gamall miðjumaður og hefur leikið með Haukum undanfarin fjögur ár en hafði þó stutta viðkomu í Breiðabliki og síðan Stjörnunni árið 2007.

Hann var í lykilhlutverki í Haukaliðinu í sumar en hann spilaði 21 af 22 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni og skoraði þrjú mörk.

„Eftir að hafa hitt þjálfarateymi Vals og skoðað aðstöðuna þá var ekki spurning að hér vil ég vera. Hér get ég orðið betri knattspyrnumaður og hjálpað að koma Val á þann stall sem félaginu ber," segir Guðjón Pétur á  vef Valsmanna í dag.

Guðjón Pétur í leik með Haukum í sumar.
Guðjón Pétur í leik með Haukum í sumar. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert