Fram samdi við Bretana

Hjálmar Þórarinsson og félagar í Fram hafa eignast nýja liðsfélaga.
Hjálmar Þórarinsson og félagar í Fram hafa eignast nýja liðsfélaga. mbl.is/Ómar

Fram hefur gert samning við bresku leikmennina Mark Redshaw og Allan Lowing út leiktíðina sem er að hefjast. Þeir verða því á ferðinni í Pepsideildinni í knattspyrnu í sumar.

Redshaw og Lowing hafa æft með Fram að undanförnu en fram kemur á heimasíðu Fram í dag að búið sé að semja við þá. Þar er einnig að finna eftirfarandi upplýsingar um leikmennina:

Allan Lowing er 22 ára varnarmaður frá Skotlandi. Hann kemur úr unglingastarfi Rangers. Hann á að baki 2 leiki með aðalliði Rangers og nokkra leiki með yngri landsliðum Skotlands. Hann spilaði í fyrra með East Fife í skosku 2. deildinni.

Mark Redshaw er 26 ára sóknarmaður frá Englandi. Hann kemur uppúr unglingastarfi Manchester United. Undafarin tvö ár hefur hann verið á mála hjá gríska liðinu Ethnikos Pieraus, en hann var á láni hjá spænska liðinu Real Murica II á síðustu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert