Gleyma afmælinu þegar flautað er á

Atli Sveinn Þórarinsson fyrirliði Vals.
Atli Sveinn Þórarinsson fyrirliði Vals. mbl.is/Eggert

Þriðja umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fer fram í kvöld en leikin er heil umferð. Valsmenn hafa byrjað Íslandsmótið á tveimur sigrum, fyrst á heimavelli gegn FH 1:0 og svo á útivelli gegn Grindavík 2:0 á sunnudaginn.

Þeir eru einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. „Það er auðvitað betra að vinna fyrstu tvo leikina en að tapa þeim. Tímabilið er bara svo nýbyrjað og mikið eftir að við einbeitum okkur bara að næsta leik og erum með fæturna á jörðinni,“ segir Atli Sveinn Þórarinsson, varnarjaxl og fyrirliði Vals.

Valur tekur á móti ÍBV í kvöld klukkan 19.15. Fyrr um daginn verður slegið upp hátíð á Hlíðarenda í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Atli segir það ekki eiga að trufla leikmenn.

„Það er alltaf erfitt þegar menn eru að bíða allan daginn eftir leiknum og sjá einhver veisluhöld þegar maður er að mæta á völlinn. Venjan er hinsvegar að þetta gleymist allt þegar það er flautað á. Þá verður þetta bara venjulegur leikur burtséð frá því hvort það er 100 ára afmæli. Menn eru ekkert að spá í það hvort félagið er 50 eða 100 ára."

Nánar er rætt við Atla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert