Eyjamenn lögðu FH

Boltinn liggur í marki FH þegar Kelvin Mellor skoraði fyrsta …
Boltinn liggur í marki FH þegar Kelvin Mellor skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍBV. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði FH, 3:1, í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag og styrkti með því stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar.

ÍBV er nú með 19 stig og komið á hæla efstu liðanna en Valur er með 21 stig og KR 20. FH situr eftir í fjórða sætinu með 16 stig.

Kelvin Mellor kom ÍBV yfir undir lok fyrri hálfleiks og Tryggvi Guðmundsson bætti öðru marki við í byrjun þess síðari. Matthías Vilhjálmsson svaraði fljótlega fyrir FH en Andri Ólafsson innsiglaði sigur Eyjamanna með þriðja markinu.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner - Finnur Ólafsson, Andri Ólafsson, Guðmðundur Þórarinsson, Ian Jeffs, Denis Sytnik, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Abel Dhaira (m), Brynjar Gauti Guðjónsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson.

Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Pétur Viðarsson, Freyr Bjarnason, Tommy Nielsen - Hákon Atli Hallfreðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hólmar Örn Rúnarsson - Matthías Vilhjálmsson, Atli Viðar Björnsson, Ólafur Páll Snorrason.
Varamenn: Björn Daníel Sverrisson, Atli Guðnason, Gunnar Sigurðsson (m), Guðmundur Sævarsson, Jón Ragnar Jónsson, Einar Karl Ingvarsson, Emil Pálsson.

ÍBV 3:1 FH opna loka
90. mín. Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá +2 Tonny Mawejje fékk langa sendingu inn í vítateig, lagði boltann fyrir sig og náði óvæntu skoti sem fór naumlega framhjá. Eyjamenn nærri því að bæta við en FH-ingar að minnka muninn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert