Lennon skaut KR í kaf - fimm mörk

Steven Lennon skoraði 5 mörk fyrir Fram í kvöld og …
Steven Lennon skoraði 5 mörk fyrir Fram í kvöld og leikur hér á Gunnar Þór Gunnarsson varnarmann KR í leiknum. mbl.is/Kristinn

Skoski framherjinn Steven Lennon fór á kostum og skoraði öll fimm mörk Framara þegar þeir gjörsigruðu Íslands- og bikarmeistara KR, 5:0, í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu í Egilshöllinni í kvöld.

Lennon kom Fram í 2:0 á fyrstu fjórum mínútum leiksins, bætti þriðja markinu við fyrir hlé og tveimur mörkum enn í seinni hálfleiknum. Framarar voru miklu betri aðilinn allan tímann og sigur þeirra verðskuldaður.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

80. - MARK - 5:0. Steven Lennon tekur vítaspyrnuna sjálfur og skorar - en naumt er það, stöngin inn og Hannes fór í rétt horn!

80. VÍTI og GULT - Hannes Þór Halldórsson fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Steven Lennon í dauðafæri. Vítaspyrna dæmd.

63. Halldór Hermann Jónsson í dauðafæri á markteig, nærri því að skora  fimmta mark Fram en skýtur framhjá.

54 - MARK - 4:0. Framarar gera fjórða markið - og auðvitað var það Steven Lennon með sitt fjórða mark. Slæm sending Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar KR, Lennon brunaði framhjá tveimur varnarmönnum og sendi boltann framhjá Hannesi og í markið.

45. Hálfleikur í Egilshöll þar sem þrenna frá Steven Lennon skilur liðin að, 3:0 fyrir Fram.

38. - MARK - 3:0. Þrenna hjá Steven Lennon. Hólmbert Aron Friðjónsson brunar upp völlinn og sendir á skoska framherjann sem leikur inn í vítateiginn vinstra megin og sendir boltann framhjá Hannesi í markinu.

35. GULT - Kristinn Ingi Halldórsson, kantmaður Fram, fær gula spjaldið fyrir brot.

33. GULT - Egill Jónsson miðjumaður KR fær  gula spjaldið fyrir brot á Halldóri Hermanni Jónssyni.

26. Sam Hewson með ágætt skot að marki KR frá vítateig en rétt framhjá markinu hægra megin.

18. Baldur Sigurðsson í dauðafæri við mark Fram eftir sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar en skýtur laust og beint á Ögmund Kristinsson í marki Framara.

7. Steven Lennon gæti verið kominn með þrennu fyrir Fram! KR gerði önnur hrikaleg mistök, Lennon hirti af þeim boltanum en skaut beint á Hannes Þór Halldórsson úr dauðafæri á vítateigslínu.

4. MARK - 2:0. Fram er með tveggja marka forystu eftir 3 mínútur og 40 sekúndur!! Steven Lennon hirðir boltann af aftasta varnarmanni KR, Gunnari Þór Gunnarssyni, leikur einn upp að markinu og skorar.

3. MARK - 1:0. Framarar eru komnir strax yfir eftir hálfa þriðju mínútu. Steven  Lennon leikur að vítateig KR og rennir boltanum í netið.

Lið Fram: Ögmundur Kristinsson - Almarr Ormarsson, Kristján Hauksson, Alan Lowing, Sam Tillen - Halldór Hermann Jónsson, Sam Hewson, Jón Gunnar Eysteinsson - Kristinn Ingi Halldórsson, Steven Lennon, Hólmbert Aron Friðjónsson.
Varamenn: Sveinbjörn Jónasson, Gunnar O. Birgisson, Jökull Steinn Ólafsson, Jón Orri Ólafsson, Davíð Sigurðsson, Stefán B. Jóhannesson, Denis Cardaklija.

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson - Magnús Már Lúðvíksson, Skúli Jón Friðgeirsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Hróar Sigurðsson - Egill Jónsson, Baldur Sigurðsson, Atli Sigurjónsson - Dofri Snorrason, Kjartan Henry Finnbogason, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Haukur Heiðar Hauksson, Magnús Otti Benediktsson, Torfi Karl Ólafsson, Bjarki Hreinn Viðarsson, Fjalar Þorgeirsson, Óli Pétur Friðþjófsson, Gunnar Birgisson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert