Tilboði RÚV í sýningarrétt hafnað

Úr knattspyrnuleik.
Úr knattspyrnuleik. Morgunblaðið/Ómar

Alþjóðlega markaðsfyrirtækið Sportfive hefur hafnað tilboði frá Ríkisútvarpinu í sýningarrétt frá landsleikjum Íslands í knattspyrnu, karla og kvenna, sem og samantektarþætti frá Íslands- og bikarmótunum í knattspyrnu. Öll umfjöllun hefur verið seld til 365 miðla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að Knattspyrnusamband Íslands hafði áður framselt allan sýningarrétt á allri íslenskri knattspyrnu til Sportfive. Það fyrirtæki hafi nú selt einkarétt á allri umfjöllun um Íslands- og bikarmótin til 365.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert