Rúnar Már skoraði bæði í sigri Vals á ÍA

Skagamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson leikur á Valsmanninn Brynjar Kristmundsson.
Skagamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson leikur á Valsmanninn Brynjar Kristmundsson. mbl.is/Sigurgeir S.

Valur lagði ÍA, 2:1, í 8. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en heimamenn skoruðu sigurmarkið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Valsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og uppskáru mark á 26. mínútu. Það gerði Rúnar Már Sigurjónsson með föstu skoti eftir laglegt spil Vals í teig Skagamanna.

Þrátt fyrir að ekkert benti til þess að ÍA myndi jafna metin í seinni hálfleik skoraði Garðar Gunnlaugsson með skalla á 71. mínútu, staðan 1:1.

Það voru þó heimamenn sem innbyrtu sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 88. mínútu. Kári Ársælsson braut þá á Kolbeini Kárasyni innan teigs.

Rúnar Már steig á punktinn og skoraði örugglega sitt annað mark í leiknum. Það reyndist vera sigurmarkið, 2:1.

Valsmenn eru eftir sigurinn með 12 stig en ÍA er með 14 stig.

Lið Vals: Ásgeir Þór Magnússon; Brynjar Kristmundsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Matarr Jobe, Úlfar Hrafn Pálsson; Haukur Páll Sigurðsson, Rúnar Páll S. Sigurjónsson, Guðjón Pétur Lýðsson; Matthías Guðmundsson, Hörður Sveinsson, Kolbeinn Kárason.
Varamenn:
Nikulás Snær Magnússon, Halldór Kristinn Halldórsson, Hafsteinn Briem, Atli Heimisson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Andri Fannar Stefánsson.

Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson; Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Ármann Smári Björnsson, Kári Ársælsson, Einar Logi Einarsson; Jón Vilhelm Ákason, Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Már Guðjónsson, Ólafur Valur Valdimarsson; Gary Martin, Garðar Bergmann Gunnlaugsson.
Varamenn:  Árni Snær Ólafsson, Aron Ýmir Pétursson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Andri Adolphsson, Eggert Kári Karlsson, Dean Martin, Andri Geir Alexandersson.

Valur 2:1 ÍA opna loka
90. mín. Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA) á skot framhjá +5. Síðasti sénsinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert