Framarar úr fallsæti með sigri á ÍA

Skagamenn hafa gefið eftir undanfarið eftir góða byrjun í vor.
Skagamenn hafa gefið eftir undanfarið eftir góða byrjun í vor. mbl.is/Eva Björk

Framarar unnu 2:0 sigur á ÍA í Laugardalnum í kvöld í 10. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu og komu sér með því úr fallsæti, stigi upp fyrir Selfyssinga. Fram er nú með 9 stig en ÍA er með 14 stig í 7. sæti eftir að hafa ekki unnið leik síðan 20. maí.

Steven Lennon kom Frömurum yfir á 18. mínútu eftir að þeir höfðu byrjað leikinn betur. Skagamenn komust svo betur inn í leikinn og áttu meðal annars dauðafæri rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik var sigur Framara aldrei í hættu, sérstaklega eftir að Sveinbjörn Jónasson skoraði á 54. mínútu eftir stungusendingu Lennons. Þeir Sveinbjörn og Lennon hafa nú hvor um sig skorað í þremur leikjum í röð.

Fram: Ögmundur Kristinsson - Kristinn Ingi Halldórsson, Kristján Hauksson, Alan Lowing, Hlynur Atli Magnússon, Samuel Tillen, Halldór Hermann Jónsson, Almarr Ormarsson, Samuel Hewson, Steven Lennon, Sveinbjörn Jónasson.
Varamenn: Denis Cardaklija, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Orri Gunnarsson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Stefán Birgir Jóhannesson.

ÍA: Árni Snær Ólafsson - Einar Logi Einarsson, Ármann Smári Björnsson, Kári Ársælsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Arnar Már Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Mark Doninger, Dean Martin, Gary Martin, Garðar Bergmann Gunnlaugsson.
Varamenn: Gísli Þór Gíslason, Jón Vilhelm Ákason, Ólafur Valur Valdimarsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Andri Adolphsson, Eggert Kári Karlsson, Andri Geir Alexandersson.

Fram 2:0 ÍA opna loka
90. mín. Arnar Már Guðjónsson (ÍA) fær gult spjald Fyrir óþarfa brot við miðlínuna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert