Jónas Tór Næs aftur til Vals

Jónas Tór Næs fagnar eftir að hafa skorað fyrir Val …
Jónas Tór Næs fagnar eftir að hafa skorað fyrir Val gegn Fylki í fyrra. mbl.is/Eggert

Jónas Tór Næs, landsliðsmaður Færeyja í knattspyrnu, er á leiðinni til Valsmanna á nýjan leik og hefur skrifað undir samning við félagið, en frá því er greint á vef Vals.

Jónas, sem er 25 ára  gamall, var fastamaður í Valsliðinu sem hægri bakvörður á síðasta tímabili og spilaði 21 af 22 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, en gekk síðan til liðs við danska C-deildarliðið Fremad Amager.

Hann verður að óbreyttu löglegur með Valsmönnum frá og með 15. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert