Fimmti sigur Eyjamanna í röð

Christian Olsen horfir á eftir boltanum í netið.
Christian Olsen horfir á eftir boltanum í netið. mbl.is/Sigfús

Christian Olsen skoraði tvö mörk fyrir ÍBV sem vann Fram, 3:2, í 11. umferð Pepsi-deildarinnar á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum.

Olsen kom ÍBV yfir á 26. mínútu og bætti svo öðru marki við á 60. mínútu. Þá vöknuðu Framarar og minnkaði Kristinn Ingi Halldórsson muninn í 2:1 aðeins tveimur mínútum síðar.

Þegar átta mínútur voru til leiksloka braut Ásgeir Gunnar Ásgeirsson á Andra Ólafssyni innan teigs og dæmdi Kristinn Jakobsson vítaspyrnu. Úr henni skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Framarar gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Steven Lennon fyrir gestina, 3:2. Lengra komust Framarar þó ekki og innbyrtu Eyjamenn fimmta sigur sinn í röð í deildinni.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld.

Lið ÍBV: Abel Dhaira (m) - Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Gunnar Már Guðmundsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsso, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Christian Olsen, George Baldock, Rasmus Christiansen.
Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson (m) - Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Ragnar Leósson, Eyþór Helgi Birgisson, Viðar Þorvarðarson, Ian Jeffs.

Lið Fram: Ögmundur Kristinsson (m) - Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Steven Lennon, Almarr Omarsson, Hlynur Atli Magnússon, Samuel Hewson, Alan Lowing, Sveinbjörn Jónasson.
Varamenn: Denis Cardaklija (m) - Jón Gunnar Eysteinsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Orri Gunnarsson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Stefán Birgir Jóhannesson.

ÍBV 3:2 Fram opna loka
90. mín. Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) fær gult spjald Vildi fá spjald á Eyjamenn en uppskeran var rýr, enda uppskar hann aðeins spjald sjálfur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert