Dómarinn sagði mínum mönnum að fara í rassgat

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga var sérstaklega óánægður með dómara leiksins í kvöld, Garðar Örn Hinriksson, þegar ÍBV vann KR, 2:0, í Pepsi-deild karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Hann taldi dómarann ekki hafa sýnt háttvísi gagnvart sínum leikmönnum þegar hann var spurður út í vítaspyrnudóminn og rauða spjaldið sem Hannes Þór Halldórsson markvörður KR fékk í kjölfarið.

 „Mér fannst þetta rangt hjá dómaranum. Hann var sjálfur ekki viss í sinni sök og tjáði leikmönnum mínum það. Þannig að ég var alls ekki ánægður með þá ákvörðun hjá honum, líkt og mjög margar aðrar í leiknum. Sérstaklega ekki þegar hann er farinn að segja mínum mönnum að hoppa upp í rassgatið á sér, eða fara í rassgat, þegar leiknum er að ljúka því hann nennir ekki að tala við þá,“ sagði Rúnar við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert