Slóðaskapur í skýrslugerð

Stjarnan og Keflavík léku á miðvikudagskvöld en skýrslan var ekki …
Stjarnan og Keflavík léku á miðvikudagskvöld en skýrslan var ekki skráð fyrr en á föstudagsmorgni. mbl.is/Árni Sæberg

Geir, Þórir og félagar hjá Knattspyrnusambandi Íslands: Er ekki kominn tími til að þið takið í hnakkadrambið á félögunum og skikkið þau til að ganga sómasamlega frá leikskýrslum eftir meistaraflokksleiki á Íslandsmótinu?

Í fótboltanum hafa leikskýrslur verið á netinu um árabil. Núna eiga félögin að skrá þær á KSÍ-vefinn fyrir leikina, þannig að hægt sé að sjá nákvæmlega klukkutíma fyrir hvern leik hvernig liðin eru skipuð. Meira að segja í öllum aldursflokkum, sem er frábært framtak og þróun inn í nýja tíma. Geysilegt hagræði fyrir okkur á fjölmiðlunum, og aðra sem vilja fylgjast vel með og sjá hvernig liðin þeirra eru skipuð áður en þeir mæta á völlinn.

En þegar leikjum lýkur er sagan önnur. Þá er í flestum tilfellum gripið í tómt ef maður ætlar að fá staðfest hvernig liðin voru, hvenær mörkin komu, hverjir fengu spjöld eða hverjum var skipt inná. Skýrslan sem var forskráð er horfin af netinu og eftir standa bara lokatölur leiksins. Ef þær hafa þá verið skráðar. Sem er eiginlega stórfurðulegt á árinu 2012.

Leikskýrslur KSÍ eru nefnilega svo einfaldar og þægilegar í meðförum að leikur einn er að uppfæra þær „í beinni“ á meðan leikirnir standa yfir og birta þær skráðar á netinu með mörkum, spjöldum og skiptingum nánast strax og flautað hefur verið af. Sem sum félög gera býsna vel.

Sjá viðhorfsgreinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert