Bjarni Jóhanns: Töpuðum á dómgæslunni

Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar býst við að lykilmenn á borð við Garðar Jóhannsson og Halldór Orra Björnsson, sem eru að renna út á samningi, verði áfram í Garðabænum á næstu leiktíð. Hann var hundóánægður með dómgæsluna er Stjarnan tapaði fyrir Breiðabliki í dag og missti af Evrópusæti.

„Við vorum í dauðafæri að ná 2. sæti og tókst ekki að klára það. Niðurstaða dagsins er afar sorgleg,“ sagði Bjarni eftir leikinn.

Stjarnan átti heimtingu á vítaspyrnu í fyrri hálfleik gegn Blikum í dag og missti Ellert Hreinsson af velli með rautt spjald í seinni hálfleiknum.

„Við töpuðum þessum leik á dómgæslunni og létum það pirra okkur. Dómgæslan í heild var sjokkerandi. Ég er orðlaus,“ sagði Bjarni sem segir það koma í ljós hvort hann verði áfram hjá Stjörnunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert