Guðmundur orðinn leikmaður Sarpsborg

Guðmundur Þórarinsson með treyju Sarpsborg.
Guðmundur Þórarinsson með treyju Sarpsborg. Ljósmynd/Heimasíða Sarpsborg 08

Guðmundur Þórarinsson, knattspyrnumaður frá Selfossi, er formlega genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sarpsborg en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifaði undir samning til ársins 2015.

„Tilfinningin er mjög góð. Það tók um mánuð að komast að samkomulagi þannig biðin hefur verið löng. Ég hef samt verið rólegur og er ánægður með að allt sér klárt,“ segir Guðmundur á heimasíðu Sarpsborg.

Guðmundur kemur til Sarpsborg frá ÍBV þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil en hann er uppalinn hjá Selfossi.

Sarpsborg lenti í öðru sæti norsku B-deildarinnar í sumar og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni en með liðinu spilar markvörðurinn Haraldur Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert