Magnús Már til Vals

Magnús Már Lúðvíksson
Magnús Már Lúðvíksson mbl.is

Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Í morgun skrifaði Magnús Már Lúðvíksson undir tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið en hann hefur leikið með KR-ingum undanfarin ár.

Magnús er 31 árs gamall fjölhæfur leikmaður sem getur spilað í stöðu bakvarðar og kantmanns. Hann er ekki alveg ókunnugur hjá Val því hann lék með liðinu í 1. deildinni árið 2002. Magnús hefur einnig leikið með ÍBV og Þrótti í efstu deild en tvö síðustu tímabil hefur hann spilað með KR-ingum.

Magnús lék 13 leiki með KR-ingum í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

Magnús Már er sjöundi leikmaðurinn sem Valsmenn fá til liðs við sig síðustu vikurnar. Björgólfur Takefusa gekk til liðs við Val í gær en áður hafði Valur fengið þá Fjalar Þorgeirsson, Sigurð Egil Lárusson, Arnar Svein Geirsson, Edvard Börk Óttharsson og Ingólf Sigurðsson.

Magnús Gylfason þjálfari KR býður Magnús Má velkominn í Val.
Magnús Gylfason þjálfari KR býður Magnús Má velkominn í Val. Ljósmynd/Valur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert